Heildstæð ráðgjöf vegna fasteignagallamála

- Hagkvæm lausn í fasteignagallamálum

Galli á fasteign getur valdið miklu fjártjóni og það getur verið dýrt og tímafrekt að leita réttar síns ef upp kemur galli í fasteign.
Miklir hagsmunir eru gjarnan í húfi.
 
Galli.is er þjónusta sérhæfð á sviði fasteignagallamála. Um er að ræða samstarf Bonafide lögmanna og Frumherja.
Lögmenn með sérþekkingu og áralanga reynslu leggja mat á réttarstöðu aðila, útskýra hana á mannamáli og veita vandaða ráðgjöf.
Fasteignagallamál eru sérstök fyrir þær sakir að oft getur verið erfitt og mjög kostnaðarsamt að staðreyna tilvist og umfang galla.
Í tilvikum sem þessum heldur Galli.is kostnaði niðri á grundvelli samstarfs við Frumherja sem sérhæfir sig í fasteignaskoðun.
 
Þjónusta Galli.is er sérhönnuð að þörfum viðskiptavina hverju sinni og fyrsta viðtal kostar ekkert. Hafðu samband.

Markmið þjónustunnar

Er að leggja mat á réttarstöðu viðskiptavina og útskýra hana á mannamáli án þess að verulegur kostnaður falli til vegna þessa.

Ráðgjöf

Ráðgjöfin er fyrst og fremst ætlað að veita heildstæða mynd af stöðu mála og þeim úrræðum sem eru í boði.

Rétt viðbrögð

Galli á fasteign getur valdið miklu fjártjóni og oft kann að vera fyrir hendi bótaréttur. Einstaklingar og húsfélög kunna því að hafa mikla hagsmuni af því að leita réttar síns. Galli.is ráðleggur því öllum að hafa samband og koma á fund til að fá frumskoðun á málinu.

Fyrsti fundur með lögmönnum á vegum Galla.is kostar ekkert.

Safna saman gögnum

Ráðlagt er að safna saman gögnum og koma með þau til fyrsta fundar eða senda þau í aðdraganda fundar til Galla.is með rafrænum hætti. Gott er að koma með öll gögn sem við koma fasteignaviðskiptunum s.s. söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, afsal, samskipti við viðsemjendur (kaupendur/seljendur) og/eða fasteignasala. Aðgengi að gögnum auðveldar okkur að leggja mat á stöðuna og hvort tilefni sé til frekari skoðunar eða aðgerða.

Hvert mál er sérstakt

Það eru ýmis álitamál sem kunna að rísa í fasteignagallamálum og hvert mál er sérstakt.
Frumathugun á að gefa þeim sem leita til Galli.is betri yfirsýn og þannig auðvelda þeim að taka ákvörðun um hvort tilefni sé til frekari skoðunar eða aðgerða.
 

Í öllum tilvikum er höfuðmarkmiðið að draga úr kostnaði við ferli gallamála og þá skiptir upphaf málsins mestu.

Heildstæð mynd

Ráðgjöfinni er fyrst og fremst ætlað að veita heildstæða mynd af stöðu mála og þeim úrræðum sem í boði eru.

Úrræði

Möguleg lagaleg úrræði í framhaldi þeirrar þjónustu sem við bjóðum upp á geta verið sáttaumleitanir, beiting stöðvunarréttar, krafa um úrbætur, krafa um afslátt eða skaðabætur, eða jafnvel riftun samnings. Slík þjónusta er hins vegar háð samkomulagi um frekara áframhald málsins.

Framhald mála

Ef viðskiptavinur vill halda máli áfram og kanna frekar úrræði sín er samið sérstaklega um kostnað vegna þess. Í kjölfarið verður sáttagrundvöllur kannaður og eftir atvikum dómkvaddir matsmenn og dómsmál höfðað.