Gallar í fasteignum

Fasteignagalli getur valdið fasteignaeigendum miklu fjártjóni. Þess vegna er mikilvægt að leita til sérfræðinga þegar og ef grunur er um að fasteignagalli sé til staðar, hvort sem um er að ræða galla í nýju eða eldra húsnæði.

Hvert fasteignagallamál er sérstakt enda geta margþætt álitamál risið vegna þeirra. Ýmis úrræði eru í boði fyrir fasteignaeigendur þegar gallar í fasteign koma í ljós, svo sem sáttaumleitanir, beiting stöðvunarréttar, krafa um úrbætur, krafa um afslátt, krafa um skaðabætur eða riftun samnings.  Afar mikilvægt er því fyrir fasteignaeigendur að fá góða sérfræðiráðgjöf til að gæta hagsmuna sinna við þær aðstæður.

Starfsfólk hjá galli.is eru lögmenn með sérþekkingu þegar kemur að hagsmunagæslu vegna fasteignagallamála, með mikla reynslu í að leggja mat á réttarstöðu aðila, útskýra á mannamáli og veita vandaða ráðgjöf.

Fyrsti fundur

Fyrsti fundur

Áður en til fyrsta fundar kemur er ráðlegt að safna saman öllum gögnum og koma með þau til fyrsta fundar við sérfræðinga eða senda þau til okkar með rafrænum hætti. Skynsamlegt er að koma með öll gögn sem varða viðkomandi fasteignaviðskipti, s.s. söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, afsal, samskipti við viðsemjendur (kaupendur/seljendur) og/eða fasteignasala eftir atvikum.  Aðgengi að öllum gögnum snemma í ferlinu auðveldar okkur að leggja mat á stöðu viðkomandi fasteignaeiganda og veita þá ráðgjöf sem kann að vera möguleg m.t.t. þess hvort tilefni sé til frekari skoðunar á málinu eða ákveðinna aðgerða. Það einkennir gallamál að afar mikilvægt er að bregðast eins skjótt við og kostur er, ella er hætta á að hagsmunir fari forgörðum.

Skoða Lög um fasteignakaup

Starfsfólk

Lúðvík Bergvinsson
Lögmaður

Þóra Gunnarsdóttir
Skrifstofustjóri

Sigurvin Ólafsson
Lögfræðingur